Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Stjörnufræðingar í sprengistjörnuleit
1 August 2012

Sjáðu þessa nýju mynd af fjarlægri vetrarbraut. Myndin er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af henni! Hún virðist friðsæl á myndinni en síðastliðin 30 ár hafa stjörnufræðingar komið auga á tvær sprengistjörnur í henni.

Þegar stærstu stjörnurnar í alheiminum deyja, springa þær. Sprengistjörnur eru með orkuríkustu atburðum alheims og geta verið svo skærar að þær verða bjartari en heilar vetrarbrautir áður en þær dofna á fáeinum vikum eða mánuðum. Á þessu stutta tímabili getur sprengistjarna gefið frá sér jafn mikla orku og sólin gerir á allri sinni ævi!

Stjörnufræðingar fundu fyrstu sprengistjörnuna í þessari vetrarbraut með hjálp sjónauka í eyðimörkinni í Chile í Suður Ameríku. Árið 2007 fann svo stjörnuáhugamaðurinn Berto Monard frá Suður Afríku aðra sprengistjörnu í vetrarbrautinni með sínum eigin sjónauka. Hann er einn fjölmargra um allan heim sem leita að sprengistjörnum til gamans!

En hvernig finnur maður sprengistjörnur? Í rauninni með því að taka myndir af vetrarbrautum með sjónaukum og bera þær saman við eldri myndir. Allar birtubreytingar á takmörkuðu svæði í vetrarbraut gæti þýtt að stjarna hafi sprungið.

Fróðleg staðreynd

Á síðasta ári varð tíu ára stúlka frá Kanada, Kathryn Aurora Gray, yngsta manneskjan til að uppgötva sprengistjörnu! Kannski getur þú slegið met Kathrynar! Ef þú átt ekki sjónauka getur þú leitað að sprengistjörnum á ljósmyndum á þessari vefsíðu: www.zooniverse.org/project/supernovae

More information

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

Supernova Hunters!
Supernova Hunters!

Printer-friendly

PDF File
1018.2 KB